Verkefnin (síða í vinnslu)

Myllan - Ora

Hönnun á einka-skrifstofu fyrir Myllan-Ora. Áhersla var lögð á hlýlega liti og mismunandi áferðir til að gefa rýminu ákveðna dýpt og léttleika.

Hafnarfjarðarbær

Alrými og hliðarrými tekið í gegn. Áhersla á þægindi og góða nýtingu rýmisins fyrir starfsmenn og gesti í mat, létta hittinga og fundi. Hlýlegt og velkomandi andrúmsloft skapað með hagstæðum lausnum.

"Við fengum Tönju Dís til að breyta umhverfi og anda í mötuneytinu okkar og óhætt að segja að það hafi tekist með tiltölulega sanngjörnum tilkostnaði. Í hæglæti sínu og rólegu yfirbragði er Tanja Dís lausnamiðuð, skapandi, vandvirk og snör í snúningum. Hún hlustar á viðskiptavininn og skilar raunhæfum hugmyndum að lausnum í takti við þarfir og væntingar. Við mælum heilshugar með Tönju Dís."

 - Árdís, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, 2025